Leita í fréttum mbl.is

Vorið er komið/Spring is here

_MG_4402Hilsen:

Jæja það er svo sannarlega vorfiðringur í veðrinu þessa dagana. Næstu dagar gera ráð fyrir 10-15 stiga hita og hægum vindi. Dagurinn í dag var einn af upphafsdögum þessarar vorblíðu sem á að endast fram í næstu. Var að vinna upp í skóla í dag ásamt Olaf skólabróður mínum. Þegar út var komið seinni hluta dags greip mann löngun til að eyða síðustu klukkustundunum utandyra. Fékk mér gönguferð um nálægt nágrenni smellti myndum í leiðinni.

'I gær var haldið ansi skemmtilegt ball í kjallaranum á kollegiium, þemað var strandfatapartý og mætti margur maðurinn í hawai skyrtunni og stuttbuxunum. Kvenfólkið allavegana var eitthvað fastheldnarar á að mæta kannski ekki alveg létttklætt, en mættu þó sumarklæddar margar hverjar. Yfir partýinu ríkit skemmtilegur andi og voru spilaðir gamlir smellir eins og macarena og fleira. Og svo innbyrtu menn og konur drykki og aðrar veigar. Ekki seinna vænna að halda smá strandfatapartý enda verður tíminn færður fram um klukkustund í nótt, enda kominn sumartími samkvæmt evrópsku tímatali. Þannig að nú vaknar maður fyrr á morgnana, enda sólin farin að skína þetta 7 á morgnana og dagurinn farinn að lengja til klukkan 7  á kvöldin.

Af öðrum málefnum er það að frétta að smátt og smátt er að síast inn í mig erfiðu aðstæður vinar míns. Hringdi í hann í gær og mér heyrðist á honum að framundan eru erfiðir tímar. Maður finnur til með honum og fjölskyldunni allri, enda höfum við verið samferða í gegnum lífið í hartnær 30 ár.

Hef þetta stutt að sinni, enda nóg að gera varðandi lærdóm.  Eigið notalega helgi vinir mínir.

IMG_4303IMG_4273IMG_4359IMG_4398

Kv

Gilli

Hi from Gilly:

Well spring is here to stay. The weather today was fantastic, around 15 degrees, warm and less windy. The schedule for the next days plans for sunny days with the average heat ranging from 10-15 degrees, not much but nice though. Last night there was a dress party in the cellar at the kollegiium where people showed up in beach clothes, and shorts. They guys were more apparent than the girls who just dressed  casually.  Everybody had a good time, and even though some are not feeling well today, maybe because when you blend too many sorts togetherm your head feels like concrete the day after.

Even though, it is was about time to celebrate, since tonight we are moving the time ahead of 1 hour, so the mornings are getting shorter and the days longer. About time to welcome spring and then summer.

Well, hope you all have a nice weekend. I will.

Bye Gilly 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband