22.3.2007 | 12:55
Vinur minn
Hilsen:
Jæja loksins sáu þeir aumir á mér hjá 3G símfyrirtækinu hérna og opnuðu samband við umheiminn. Hafa eflaust ekki haft neitt að gera og ákveðið að opna svona sér til dægrastyttingar nokkur símanúmer. Fallegt af þeim. Hrigndi í náinn vin minn, og komst að því að líf hans hefur tekið miklum stakkaskiptum. Vil ekki fara nánar út í þau efnisatriði, en vil bara segja að stundum finnst manni sem óréttlætinu sé ójafnt deilt. Þessi náinn vinur minn hefur ætíð verið boðinn og búinn til að hjálpa manni og öðrum, annaðhvort með skilningi eða laumað að manni einhverju smálegu. Oft hefur maður haft á orði við hann að maður muni borga honum seinna tilbaka, en hann hefur aldrei viljað heyra á það minnst. Hann hefur verið duglegur og komið sér vel fyrir í sínu lífi, eignast mannvænleg börn og góðan maka. Nú bregður svo við að yfir heimilinu geisa erfiðir tímar, þar sem vinur minn þarf að endurmeta líf sitt og sinna nánustu á nýjan leik. Afsakið að ég fari ekki nánar út í málið, en ég geri þetta af trausti við vin minn.
Það sem ég sagt vildi hafa, er það að þessi vinur minn hefur reynst mér ætíð svo vel og öllum þeim sem hafa leitað til hans, að hann á inni hjá mér núna og svo lengi sem ég lifi, að ég muni standa við hlið hans í hans raunum hvað sem á bjátar. Hann á það svo sannarlega skilið. Hann fer ekki í manngreiningarálit og hefur aldrei sett verðmiða á nokkurn mann. Hann hefur haft það að leiðarljósi að lifa sáttur við sitt og sína samferðarmenn, og aldrei hallmælt nokkrum manni. Þegar atburðir sem slíkir henda mann eins og hann, þá spyr maður, af hverju hann? Af hverju ekki ég, eða einhver annar?
Erfitt um svör. Kannski segja menn, svona er lífið, en stundum finnst maður lífið óréttlátt. Mér finnst það núna, eftir að hafa talað við vin minn.
En ég mun hugsa til hans og fjölskyldunnar og vona að úr rætist. Annað er ekki hægt.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.