Leita í fréttum mbl.is

Innrás 2

Cranetown City
'I vikunni brá ég mér til Reykjavíkur, svona til að komast í mengunarhæft ástand eftir sveitaveruna. Þegar nær dró Rauðavatni þá blasti við mér þvílík sjón. Fyrir utan hefðbundna ljósastaurateymið, þá gnæfðu til himins, fleiri tugir byggingarkrana, sem allir virtust ætla að rekast utan í hvorn annan. Og þegar ekið var framhjá framtíðarheimili reykvískrar æsku á Norðlingaholti, þá sá maður hvað stutt er í það að Rauðhólar verði innan tíðar innmúraðir í í þessar gífurlegu byggingaframkvæmdir. Ef ekki hreinlega jafnaðir við jörðu og síðar meir settir upp sem margmiðlunarsýning í einvherju arkitektúrahýsi í Heiðmörkinni, til að minnast forna tíma þegar ekki þurfti nema hálftíma akstur til að komast í burt frá Reykjavík, í "sveitina". Þessi hálftími er farinn að lengjast í tvo klukkutíma.  Það þarf að aka ansi langt til að komast í návígi við náttúruna, burt frá bílahljóðum, hamarshöggum, og öðrum borgaralegum óhljóðum. Nú eftir að hafa ekið sem leið ´lá niður í miðborg Reykjavíkur þá blöstu við enn fleiri byggingakranar á Borgartúns-reitnum. Reykjavík er að breytast í CraneTown. Fyrir utan bílastæðavandann sem mun fylgja svokallaðri þéttri byggð. En það skiptir ekki máli núna. Það er seinni tíma vandamál, eftir fjögur ár. Ekki satt?
Cranetown City

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband