Leita í fréttum mbl.is

Smashaðu það/Smash it

Hilsen:fa4f024128a0594ffea23010._AA240_.L

Laugardagur, smá gola, sólin í felum í skýjunum. Þægilegt að vera utandyra og ganga niður í miðbæ eftir umbúðaskiptin á heilsugæslunni. Er kominn heim, búinn að taka til  heima eftir vikuna, allt vaðandi í pappírum, fötum og hinu og þessu. 'A bara eftir að skúra, þá er kominn helgarbragur á kotið.

Vikan er búin að vera erfið, kennararnir halda okkur vel við efnið, með smá hræðsluáróðri um væntanlega próf í júní. Er reyndar búinn að afla mér "inside info" um prófin og hvað verður tekið fyrir. Vona bara að það gangi eftir. Annars finnst mér bara orðið svo gaman að læra, maður er þvílíkt að bæta við sig, og áhuginn er síst að hverfa.

Svo er líka Lasse fyrir að þakka, framkvæmdastjóra FamilieKanalen, sem er með þeim jákvæðari mönnum sem ég hef fyrirhitt, opinn og hress. Þegar ég er að klippa eitthvað og er í vafa, þá segir hann einfaldlega að ég er klipparinn og þetta er mín ákvörðun. Og þannig hefur það gengið, og maður hefur smátt og smátt orðið betri fyrir vikið, treyst á sjálfan sig meir og meir. 

Eins og kom fram í fyrri bloggpistli mínum, þá var ég eftir "vinnu" hjá FamilieKanalen í gær að horfa á Teenage Mutant Ninja nr 1og 2. Entist ekki í númer 3, enda hver myndin á fætur annarri líkari, nema í tvö var greinilega komið meira fjármagn, enda kominn ný leikkona fyrir þá sem lék í fyrstu myndinni og varð vinkona þeirra. Og meira áberandi í númer tvö hvað varðar sviðsmyndina sem er orðin meira áberandi. Fimmaurabrandararnir fjúka í öðru hverju myndskeiði, og mest tengdir Dominos pizzum. Maður gat hlegið að þessarri vitleysu, og í raun velt fyrir sér, hvað var maður að horfa á í kringum 1990 þegar þetta var framleitt.

Var reyndar frekar fyndið að vinir Lasse, sem eru strákar á milli tvítugs og þrítugs, voru svona týpískir danir hvað varðar hárgreiðslu og stæl. Reyndar eru þetta strákar sem tengjast kirkjusamtökunum sem reka familiekanalen. Einn þeirra hafði farið til Íslands í apríl á síðasta ári og gjörsamlega fallið fyrir öllum fjöllunum heima og þá sérstaklega hrifist af Selfossi. Ég fór að spyrja hann út í hvernig heimamenn hefðu tekið honum, og hann sagði að hann hefði eingöngu mætt jákvæðu og opnu fólki sem hefði viljað ræða við sig, en þessi drengur er trúboði og ferðast víða um til að boða trúna. 'Eg minntist þá á mormónana, sem maður hefði séð víða á Selfossi á hjólum, oftast næri spariklæddir, sama hvernig veðrið var, rigning, rok, snjókoma, allra veðra von, og þeir hjólandi. Hann horfði á mig og sagði svo ofur einfaldlega að hann væri einmitt mormóni. Það er ekki oft sem ég verð kjaftstopp, en þarna varð ég það. Hann sá það og sagði svo að innundir hefði hann verið í hlýjum klæðnaði, en þetta væri nú einusinni "uniformið" þeirra og lítið hægt að breyta því.  Fyndið.

Nú er maður farinn að lesa Nyhedsavisen, enda hefur ekki sést tangur eða tetur af 24timer í skólanum, í staðinn eru komnir standar með fyrstnefnda blaðinu, og svo blöðunum MetroXpressen og Urban sem öll eru fríblöð. Rak augun í ansi áhugaverða frétt og tengist hún fyrirsögn þessa pistils.

Um er að ræða fyrirbæri, eða ný miðlunaraðferð til ungra krakka varðandi notkun á hassi. Eins og menn vita lesa unglingar á ákveðnum aldri ekki blöð, nema þá helst ef það er eitthvað sem tengist þeirra áhugamálum. Til að ná til unglinga sem misnota hass, hafa menn sett upp heimasíðuna  www.smash.name  en smash er samansett af orðunum sms og hash, eða hass, og þar með kemur þessi nafngift. Með smashi geta unglingar  ráðgjöf varðandi að hætta hassnotkun eða að losna frá fíkninni alfarið.  Þetta verkefni var sett af stað á síðasta ári og reynslan af því hefur skilað góðum árangri, og þó að það stoppi ekki alfarið hassreykingar þá hefur mælanlegur árangur lofað góðu, enda er þetta góðu stuðningur fyrir krakka sem eru orðin háð hassreykingum. Það sem í raun gerist er að stuðningsfulltrúar hjálpa krökkunum með sms að ná tökum á fíkninni, enda er sms aðal samskiptamáti unglinga í dag, og því nauðsynlegt að nota þeirra eigin miðla til að ná til þeirra. Þrátt fyrir að stofnkostnaðurinn hafi verið dýr er sem fyrr segir árangurinn smátt og smátt að koma í ljós.

Flott hjá Dönum, eitthvað sem menn heima gætu spáð í, í staðinn fyrir að reisa rándýr meðferðarheimili og hafa svo varla fjárráð eða mannskap til að reka þau með sóma. Spáið í það.

Svona að lokum fyrir aðdáendur Secondlife.com. Hér er heimasíða fyrirtækis sem hefur komið sér fyrir í secondlife,  www.codenamedenmark.com, með rekstri næturklúbbs sem heitir Hype, og margir af fremstu dj-um spila þar. Einnig hafa þeir "reist" aðalstöðvar sínar þar á eyju sem þeir keyptu. Þeir sem stofnuðu þetta sáu strax tækifærið í secondlife.com og gegnum "bankann" á secondlife stofnsettu þeir fyrirtækið fyrir ári síðan og eru að skila methagnaði. Enda Ole, kennarinn minn voða hrifinn af þessu secondlife heimi.

Jamm, eigið notalega helgi. Eða eins og daninn segir, ha en god weekend. Ligemáde segi ég.

Hi from Gilly:

Was watching the films Teenage Mutant Ninja  nr 1 and 2 at the familychannel yesterday, after I finished my work editing some programs for Lasse. A couple of his friends came to watch it and after a funny conversation with one of his friends who had traveled to Iceland, and really fell in love with our nature, and our MOUNTAINS, I managed to make a fool of myself when I was telling him about the mormons that usually rode on their bicycles in Selfoss, the maintown where I lived nearby. I found it always so funny to see them in suits, even though it was raining, snowing, windy, and sometimes all these elements, and still these mormons would go outside dressed like they were going to a business meeting. He looked at me and then said calmly that he was a mormon and he had actually gone to Iceland as a missionary. I couldnt say nothing, and then he smiled and said that usually they, that is the mormons would be wearing warm clothing underneath. Funny. I was reading in the danish newspaper about a new unusual way to reach to kids who are smoking hashish.  To get to the kids they have set up a website called www.smash.name, and the word smash means actually sms and hashish and combined, voila, smash. With the use of smash they try to reach kids with sms messages who are having problems with either getting addicted or want to stay away from it. Those involved in this new methods, social helpers, say that this experiment which was started last year, 2006 has gone way above their expectations, and has helped many kids from quitting hash smoking. Even though it wont save all it is still a different way to reach kids, by their own channels, and the people involved say that smash is here to stay. Hopefully.

Well the week has been busy, in school, afterhours work at the FamilieKanal and then studying. Today I had a good walk downtown, and event hough it was  a little bit windy it was nice.

I cleaned my room and now I am gonna just take it easy tonite, study and maybe check on the first floor, yes not the fourth floor, because the first floor is the popular one now, because of the majority of the polish people living there.  There they are playing poker every saturday night and on regular days card games. Otherwise I am just gonna enjoy the weekend.

Bye for now

gilly

for those interested in secondlife.com, take a look at this site: www.codenamedenmark.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband