Leita í fréttum mbl.is

Afsakið, hlé vegna bilunar

Hilsen:

langt síðan maður hefur sest niður og skrifað  bloggið sitt. Eflaust hafa einhverjir saknað mín, vona það allavegana, og miða við lesendafjölda þá sýnist mér það. Og nú velta menn fyrir sér hverju valdi að ég hef ekki skrifað heillengi.  Eða eins og skáldið sagði, eða var það heimsspekingurinn, fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar. Ekki það að ég sé kominn fram á grafarbakkann, langt fjarri því.

'Astæðan er þessi: Þegar maður lendir í veikindum, og getur ekki unnið fyrir sér í lengri tíma, þá gerist það að reikningar hlaðast upp og maður lendir í vanskilum. Þannig fór um internet reikninginn minn, enda var lokað hið snarasta fyrir tæpri viku síðan. 'Eg náði samt að borga reikninginn á föstudegi fyrir viku síðan, og þá tók við frekar heimskulegt kerfi. Ef maður borgar reikning hérna í sínum viðskiptabanka eða millifærir á einhvern reikning, þá tekur það 2-3 viðskiptadaga að skila sér til viðkomandi banka.  Ekki eins og heima þar sem fyrirtæki nota rafræna greiðsluformið til hlítar. 'Onei ekki hér, enda lög sem banna slíkt. Nei í staðinn bíða menn í þessa 2-3 daga  á meðan greiðslan fer í gegn. Og ef maður getur ekki beðið þá benda þeir, þ.e ekki bankinn heldur fyrirtækið sem maður á viðskipti við að faxa til þeirra greiðsluseðilinn. Ekki eins og heima þar sem bankinn faxar til viðskiptaðaaðilans. En svona er það í henni Danmörku.

En, semsagt ég er á lífi, sprækur og hef meira en nóg að gera eins og er. Mun blogga um það þegar færi gefst.

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband