17.5.2006 | 17:30
Forrest Gump
Skrýtin fyrirsögn, ekki satt? En mér er búið að líða eins og honum að undanförnu. Yfir vinnustaðinn valta frambjóðendur, skælbrosandi og elskulegir, fullir af skilningi og fögrum fyrirheitum og loforðum. Nú á sko að taka til hendinni, losa okkur við þær ógnarstjórnir sem setið hafa og bruðlað með peningana okkar, þagað þunnu hljóði á krítiskum stundum og gleymt okkur lítilmagnanum, nema þegar kosningar eru í nánd. Þá er rokið til í photoshoppuna, allir svo elskulegir og brosandi, fagrir, vel tenntir, konurnar orðnar að hálfgerðum fegurðardrottningum, hinar eru "sjoppaðar" og svo er brunað af stað, með fögru fyrirheitin upp á arminn, í von um að gullfiskaminnið okkar sé ennþá til staðar.´Hversu oft ætlum við að falla fyrir þessum fagurgölum, sem að endingu koma svo óbundnir til kosninga, og um leið og einhver flokkur með meira fylgi nær forystu, þá hlykkjast þessir flokkar saman eins og slöngur á almannafæri. En hvað varðar líkinguna með Forrest Gump, þá var mér orðið svo mikið mál að komast á klósettið, en þurfti því miður að spyrja einn hópinn af þessum sólskinsframbjóðendum um hvað þeir ætluðu að gera eftir fjögur ár ef þeir næðu ekki kjöri eftir sitt fyrsta kjörtímabil, búnir að stofna til skuldbindinga og alles, og þurfa síðan að yfirgefa skútuna og láta aðra taka til eftir sig. Og svarið: Ekkert svar, bara eitthvert sólskinstuð um að horfa til framtíðar í núinu. Þá gafst ég upp og náði á klósettið í einum spreng.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.