Leita í fréttum mbl.is

Youtube.com

Hilsen:amsterdam 2

Jæja sæl verið þið. Maður er kominn aftur á flug við upplestur á námsefni og fleiru. Setti upp forrit í fyrradag og reyndar er tölvan orðin svo smekkfull og hæg að það stefnir í að uppfæra hana á nýjan leik, enda hefur maður verið að setja inn forrit og bækur sem maður hefur sótt á netið. Hvar væri maður staddur ef maður hefði ekki internetið. Tek sem dæmi, að ef maður er eitthvað blankur og þarf að kaupa sér rándýra bók, þá snýr maður sér að leitarvélinni google.com, slær inn bókina og stuttu seinna er maur byrjaður að hlaða hana niður.

Hlóð um daginn 700 síðna bók varðandi námsefni, enda þessa dagana er maður skítblankur út af þessarri aðgerð. Enda er maður að reyna að sækja rétt sinn varðandi dagpeninga í danska skattkerfinu.  Eins og gengur og gerist í möppudýrakerfinu, þá þarf maður að fylla út endalausa pappíra og svo þarf maður að koma þessu öllu frá sér fyrir vissan tíma.

Nú og svo til að mæra enn eitt skemmtilegasta við Netið, er youtube.com, sem inniheldur margt skemmtilegt, eins og komið hefur fram á þessum bloggpistlum. Hér er skemmtilegur grínþáttur, um þegar Bush er forvitnast hver er næsti forseti Kína:

http://www.youtube.com/watch?v=x0_xuws9nds&NR

Nokkuð góður og maður getur brosað út í annað.

Af öðrum "domestic" málum hér innanlands í Danmörku er það að frétta að fyrir skemmstu kom það fram í dagblaðinu 24timer að bandarrískt flugmóðurskip sem statt var í höfn í Kaupmannahöfn í október síðastliðnum, hafi meinað þyrlu að fljúga innan 5.3 km radíusar frá skipinu. Um borð í þyrlinu var kvikmyndatökuteymi sem var að  mynda fyrir vinsælan sakamálaþátt sem heitir Anna Pihl. Þegar þyrlan flaug nálægt flugmóðurskipinu var haft samband við hana frá flugmóðurskipinu og henni bent á að yfir skipinu ríkti no fly zone, og ef flugmaðurinn færi ekki eftir þessu þá yrði hún skotin niður, með eldflaug.

Eins og gefur að skilja hefur þetta vakið upp umræður hvort Bandarríkjamenn geti ákveðið upp á sitt einsdæmi flughelgi yfir skipum sínum og þá með tilliti til svæðisins sem þeir afmarka, og þá einnig með þessarri hótun, sem menn deila um hvort hafi verið sögð eða ei.  Þar að auki finnst mönnum að með þessu athæfi sé sýnt enn meir fram á varðandi hysteríu bandarríkjamanna um hryðjuverk, og að það sé ekki til fyrirmyndar að æpa stöðugt úlfur úlfur, þegar enginn voði var á ferð. Hvað varðar kvikmydatökuteymið, þá er framleiðandinn ósáttur við þessa skipun þar sem hann hafi tapað 40.000 dkr þennan dag út af þessarri skipun frá flugmóðurskipinu.

Svona til að bæta við þetta í lokin, þá er ég svona inn á milli námsefnis að lesa bók sem heitir The Bushes, en bók sú fjallar um uppruna George W. Bush, og verður að segjast eins og er að bókin er áhugaverð fyrir margar sakir. Myndin sem fylgir þessarri grein er kannski nokkuð lýsandi dæmi um "tak" bandarríkjamanna á heiminum í dag. Myndin er reyndar tekin í Amsterdam og satt að segja minnir mig að þetta hafi verið eitthvað grín í gangi, engin alvara að baki, enda hefði ég ekki gengið lifandi frá þessum atburði ef svo hefði verið.

Hilsen.

 

Hi from Gilly:

Well , lazyboy is back reading the teaching material. I think I am gonna ask for my next xmas present a chair called "lazyboy".

I have also in between reading been watching youtube.com, and found this link, it is about when president Bush is enquiring Condelezza Rice about who is president of China. Take a look at it.

Also I am reading a book called The Bushes and this book is about the forfathers of president Bush, and it is actually very interesting.

In the domestic news, I was reading about an incident that happened in the harbour of Copenhagen in october. A  danish filmcrew was flying above  an american battleship , to add some footage for a popular danish show called Anna Pihl. When flying closer to the ship they received a message from the ship that if they didnt pull away  the helicopter would be shot down, on the grounds of that there was a no fly zone over the ship, and the helicopter was violating that fly zone.

This incident has cause a lot of discussion about the reigning authority of the Americans and also the threat that followed, and not many danes are very happy about that a battlehsip can control the airzone over Copenhagen. The arizone was limited to a range of 5.3 km, so that is wide stretch of airzone.

The debate is also about why the major of Copenhagen didnt make a complaint, instead of being manipulated by the american authority of the battleship. And the producer of the film crew is also wondering who to sue for the 40.000 dkr that he lost that day. The picture following this article is maybe a good example of the "grip" that reigns in the world concerning terrorism. the picture was taken in Amsterdam, and I think this was some street display, a comedy act.

Well, time to get ready for my visit to the clinic.

Bye from Gilly

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband