15.5.2006 | 17:12
Allir vildu Silvíu kveðið hafa.............í kútinn?
'I þjóðfélaginu ríkir Silvíuæði, það þurfa allir að tala og tjá sig um Silvíu. Eins og vitað var, þá fannst engum fyrstu þættirnir hennar skemmtilegir og bara spurning hversu lengi þeir yrðu á dagskrá. Þeir entust ansi lengi, og áðuren menn vissu af voru þeir farnir að fylgjst með þessum svínforuga kjafti, hað tjá sig um tísku, landsbyggðartrash og margt fleira. Og síðan áður en menn gátu almennilega áttað sig á hvað skeð hafði, þá var Silvía Nótt allsstaðar, sem stjarna ársins, kynþokkafyllsta kona ársins, og nú síðast Júrotrashvision stjarna framtíðarinnar, ef guð og lukka verði henni hliðholl. Þetta er farið að minna mann svolítið á Truman Show, þar sem allt sem Truman segir og gerir er stjórnað af höfundi hans í myndverinu. Silvía Nótt er óskhyggja þjóðarinnar til að gleyma raunum sínum yfir fjárfestingarfylleríinu sem ríkt hefur undanfarið og er á undnhaldi, þjóðin þarf á Silvíu Nótt að halda til að hverfa inn í óraunveruleika heim, burt frá peningaáhyggjum og áhyggjum yfir krónunni og fallandi lánum. Þar að auki er Silvía Nótt nýja kryddið í kryddhillu þjóðarinnar. Ætli endir Silvíu Nætur verði svipaður og í Truman Show, þegar hún uppgötvar dyrnar að sínu eigin sjálfhneppta farsa?
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.