Leita í fréttum mbl.is

Dauða ljóskan/Death of a blonde

Hilsen:

monroeans

Hef lítið getað sinn ritsnillinni í dag. Fékk í heimsókn tvær hjúkkur, ein eldri og önnur yngri, og sú yngri er að læra fagið, og óafvitandi er ég náttúrulega ágætis "sýnishorn". Allavegana er ég búinn að vera hálfaumur eftir heimsókn hjúkkunnar, hún einhvern veginn beitti öðrum aðferðum en sú sem kom á mánudaginn var. En nú stendur til að ég fái heimahjúkrun hvern dag, næstu þrjár vikur.

'Eg var að renna í gegnum mbl.is þegar ég rak í augun í að "fyrirsætan" Anne Nicole Smith hefði látist þennan dag, aðeins 39 ára að aldri. Anna Nicole Smith varð fræg fyrir að sitja í Playboy árið 1992. 'Ari seinna, 1993 var hún kosin Playboystúlka ársins.  Eftir að hafa birst í því hefti var henni líkt við Marylin Monroe, enda gerði hún út á að líkjast henni hvað varðaði hárgreiðslu, og vörumerki hennar, var líkt og Marylin, hvítur kjóll. Þó varð Anna Nicole meira þekkt fyrir íturvaxinn barm sinn, sem einnig má segja að hafi verið hennar aðgöngumiði innan Playboyveldisins. Líkt og fyrirmynd, var Anna Nicole Smith ekki hennar rétta nafn, hennar rétta nafn var Vicky Lynn Hogan, en nafninu breytti hún þegar hún giftist Billy Smith.

Þann 27 júní 1994, 26 ára gömul giftist hún,  olíu og milljarðamæringnum, J. Howard Marshall, sem þá var 89 ára gamall, en honum hafði hún kynnst þegar hún vann sem fatafella í Houston þaðan sem hún er ættuð. Það hjónaband varði ekki lengi, þar sem sá gamli lést stuttu seinna, eða  4 ágúst 1995, sæll lífdaga. Eins og gengur og gerist, þá spruttu upp margar kjaftasögur um samband hennar og olíumillans, þar sem þau bjuggu aldrei saman, og hefur hún sagt í viðtölum að sá gamli hafi endilega viljað giftast sér og þrábeðið sig um það. Honum var allavegana að ósk sinni. Eftir það hjónband lenti hún í llvígri deilu um auð olíumillans við son hansog fjölskyldu. Sú deila hefur í meira en áratug verið á þrætuepli í dómssölum og hafa skipst á skin og skúrir í þeirri deilu. 'A meðan þeirri deilu stóð  reyndi Anna Nicole fyrir sér í kvikmyndum með misjöfnum árangri, og árið 2006, þá orðin tágrönn, en líkt og mál hennar fyrir dómsstólum hafði þyngdin á henni sveiflast sitt og hvað, jafnt í slúðurblöðum sem og á vigtinni. Hún varð að endemum fræg þegar hún  á verðlaunahátíð MTV í 'Astralíu, beraði bæði brjóstin, og sló þar við  búningavandræði Janet Jackson. Þó voru illar sögur uppi um það að hún hefði undir áhrifum annarlegra efna þegar hún reyndi að kynna atriðin.  Fyrir skemmstu lýsti hún því yfir að hún og lögmaður hennar til margra ára, Howard K. Stern hygðust gifta sig og jafnframt að hún væri ólétt. Stuttu seinna lést sonur hennar við frekar" ananrlegar" aðstæður, þegar hann heimsótti móður sína á spítalann, til að líta á nýfædda systir sína. Og nú er hún sjálf fallin frá. Merkilegt lífshlaup, þó það verði ekki rakið hérna til fulls.  

Nú spyrja menn hví ég sé að rekja sögu þessarrar ljósku, eða bimbo, eins og kaninn kallar þær. 'Eg  rak nefnilega augun í það að það er margt líkt með þessum ljóskum. Báðar voru þær holdgervingar ameríska draumsins um útlit og framkomu og um leið voru þær draumastúlkur kanans. Þó að leikhæfileikar Monroe hefðu ekki verið miklir, þá hafði hún það mikla útgeislun að hvar sem hún fór, vakti hún mikla athygli. Líkt og með Anna Nicole Smith, var Marylin Monroe ekki hennar rétta nafn, hennar rétta nafn var Norma Jean Mortenson, sem hún breytti síðar meir í Norma Jean Baker. Það var síðan hæfileikaspæjari sem uppgötvaði hana, en áður höfðu birst myndir af henni í blaði sem gefið var út fyrir hermenn. Að ráði hæfileikaspæjarans tók hún upp nafnið Marylin Monroe, sem var móðurnafn hennar.  Smátt og smátt fetaði hún sig áfram upp metorðastigann og eftir að nektarmyndir af henni komust í hendur Hugh Hefner, þá var hún boðuð í myndatöku og þar með  var brautin greið.

Ef menn bera saman þessar tvær ljóskur, Marylin og Anna Nicole Smith, þá kemur margt líkt með þeim. Monroe fær sínar fyrstu myndir birtar í desember hefti Playboy 1953, Anna Nicole er kosin Playboystúlka fyrir árið 1993. Þegar Monroe lést var hún 36 ára að aldri. Anna Nicole var 39 ára þegar hún lést. Einn af eiginmönnum Marylin Monroe,var hafnaboltastjarnan Joe DiMaggio,  og  þegar Anna Nicole lést þá var það á JoeDimaggie spítalanum.  Og svona í lokin, þá langar mig til að birta hér tvær myndir, annarsvegar af Monroe og hinsvegar af Smith. Og hvað vill ég meina með þessum samanburði? Jú, seinni ljóskan reyndi allt hvað hún gat til að líkjast goðinu sínu, og merkilegt nokk má segja að hún hafi verði holdgervingur Marylin á þessarri öld, þó að líf hennar hafi kannski ekki verið sveipað miklum dýrðarljóma í lokin. En báðar þessar ljóskur vissu sem svo að þær höfðu það framyfir aðra háraliti, að vera eftirsóttar og vinsælar hvar sem þær fóru, og það hefur eflaust ekki spillt fyrir þeim að hafa haft réttan háralit þegar þær umgengust forseta, stjörnufans og aðra minni spámenn. Þær notuðu báðar útlit sitt til að ná frama og frægð og  fyrir þær þýddi ekkert annað en að viðhalda þeirri frægð, annaðhvort með því að leika í kvikmyndum, bera sig, eða verða sér úti um svokallaða "sugardaddies" kallar sem áttu peninga. Monroe var að mörgu leyti klárari, því að hún krækti sér í rithöfundinn Arthur Miller, en illar tungur segja að það hafi aðallega verið til að losna við stimpilinn sem fylgdi því að vera ljóska.

Þannig að það er margt líkt með þessum ljóskum,  en þó verð ég svona í lokin að viðurkenna að ég var Marylin og mun ætíð verða Marylin Monroe aðdáandi númer eitt. 'Eg átti innrammaða mynd  af henni, sem fylgdi mér í gegnum ýmsa flutninga, en að lokum kom að hún varð að fjúka eftir einn flutninginn.

 

Hi from Gilly:

I havent been all that well today, I had a visit from two nurses, a older one and a younger one, who is learning the trade of nursing. In some way or another this nurse managed to treat my a little bit different, that is to say the older one, and I havent been well after she left. Maybe another tactic, who knows. I was ready to go to sleep when I came across the news that the actress and once to be millionaire inheritor, Anne Nicole Smith had died today. When I started to read about it, I started to see similiarities to her death and the one of Marylin Monroe when she died. To make a long blog short, the similiarities are kinda  similar. Marylin Monroe died at the age of 36. Anne Nicole Smith was 39 when she died. Both had original names. Marylin birth name was Norma Jean Mortenson, while Anne Nicole name was Vicky Lynn Morgan(the smith name she took up after her marriage with her first husband, Billy Smith)  Both had been discovered by the magazine Playboy, Marylins Monroe pictures appeared in the december edition in 1953. Anne Nicole Smith was chosen Playmate of the year 1993. Marylin Monroe married amongst many others, Joe DiMaggio, a famous baseball player. When Anne Nicole Smith died, she died at the Joe DiMaggio Memorial Hospital. After her first photo shot in Playboy she was thought to be the "new Marylin Monroe" and she adopted that by wearing the same hairstyle as Monroe and also wearing a white dress, which was Anne Nicole Smith trademark, besides her humongous breasts, and in her later years she had slimmed down rapidly, not losing her figure concerning her breasts. Both enjoyed the company of wealthy and famous indiviuals, and even though Anne Nicole Smith didnt manage to make much of her carrier in movies, she made it up in press appearences, and her latest antic, was when she bared her breasts at the MTV Music Awards in Sydney, in the year 2005, to spoof out Janet´s Jackson "wardrobe malfunctioning".

So in a way, the death of Anne Nicole Smith is a the death of the American dream once again, because like Smith, Monroe was the dreamgirl of every young American. Her blonde hair and figure was a trademark for american dream, and in a way she a icon for later to come models, Jayne Mansfield, and later on Madonna, Pamela Anderson and other less known starlets. And to finally sum this up I am gonna add two pictures with this article so people can judge for themselves, if the myth still lifes on today.

monroe 1ans 3

So, hail to the dead blondes, maybe  where they have gone too, the saying still goes on: Blondes have more fun. 

 Bye for now.

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband