Leita í fréttum mbl.is

Sjúkrabloggið/Today´s diary

Hilsen:

Vaknaði, afslappaðri í dag, en samt með verki. Fékk upphringingu frá spítalanum, um að mæta í skoðun á morgun. Kveikti á sjónvarpinu og datt inn í áhorf á einhvern kerlingarþátt, Rachael Ray, sem er svona hliðstæða við Oprah Winfrey. Horfði á þetta með öðru auganu og fór síðan að lesa í business bók um hvernig hliðstæð fyrirtæki á markaði eins og Apple og Dell, FedEx og UPS, hvernig þau pluma sig á markaði og einnig um hvernig kúlturinn er innandyra hjá þessum fyrirtækjum hvað varðar ákvarðanatöku og framkvæmdir. Merkilegt að lesa um það að einn af stofnendum Apple, Steve Jobs var þröngvað úr starfi af starfsmönnum og yfirmönnum á sínum tíma, þar sem hann þótti of einráður og tók mark á hvað starfsmenn höðfu fram að leggja, heldur einblíndi hann um of á sínar eigin hugmyndir án tillits til þess hvort þær væru framkvæmanlegar. Svo fór að hann kom aftur til starfa hjá Apple, og sú saga er sýnileg í dag með tilkomu IPOD og byltingarkenndrar hönnunar á tölvum og fleiru frá Macintosh. Hvað varðar stjórnunarþáttinn hjá Dell, þá lagði stjórnandi þess og aðaleigandi, Michael Dell meira upp úr því að hlusta á starfsmenn sína, mynda framkvæmdateymi og gera verkstjórana ábyrga fyrir útkomu hvers teymis hvað varðaði framkvæmdir og hugmyndir. Þannig náði hann fram meiri virkni í fyrirtækinu, og forðaðist það að vera um of einráður, en fylgdist þess í stað með úr fjarlægð.

Undanfarið höfum við verið að lesa um í Marketing um hvernig fyrirtæki á markaði, markaðssetja sig, og um leið öðlast sterkan markaðsgrundvöll, Jafnframt hvernig þessi fyrirtæki skapa "auðlindir" sem skila sér út í umhverfið. Þannig að þegar ég horfði með öðru auganu á þennan þátt Rachael Ray og stuttu seinna þátt með Oprah Winfrey, sem er orðin valdamikil í bandarrísku fjölmiðlalífi, þá kom upp í hugann hvað við höfum verið að ræða um í skólanum. Oprah Winfrey er orðin meira en blökkukona sem situr og ræðir af einlægni og skilningi við áhorfendur sína. Hún er orðin sjálfstætt vörumerki, sem skilar milljarða arði, með bókum, þáttum, fyrirtæki hennar Harpo er atvinnurekandi fjölda manna sem starfa í tengslum við þáttagerð, bókarútgáfu, ráðgjöf, framleiðslu sjálfstæðra þátta og um leið  skilar þetta margfeldni út í atvinnulífið, hvað varðar markaðssetningu og framleiðslu. Um leið er hún að skila út í samfélagið vitund um mál sem margir kjósa að láta kyrrt liggja. Hún tekur fyrir viðkvæm málefni, jafnframt því sem hún reynir að efla sjálfsvitund bæði kvenna og manna. Þannig að samhliða þessu er hún gangandi dæmi um  input og output, input  er það sem sett er í þáttagerðina, og output er það sem skilar sér í framleiðslunni, eins og bókum og þáttum. Um leið er þáttur með Rachael Ray, samkeppnisþáttur þar sem reynt er að fanga athygli þeirra sem horfa ekki á Oprah, með matargerð og viðtal við að því er virðist lítt þekkta aðila. Að því er manni virðist á þessi Rachael Ray langt í land að sækja hvað varðar vinsældir Oprah, enda Oprah orðin nánast besti heimilisvinur fjölmargra kvenna, ekki bara í Bandarríkjunum, heldur um víða veröld. Hún er orðin globaliseruð, enda vita flestar konur þessa heims hver hún er. Minnir mig á þegar 'Omar Ragnarsson hitta Gísla í Uppsölum, einbúann, og spurði hann hvort hann vissi hver hann væri. Nei, Gísli þekkti ekki 'Omar, enda hafði hann ekki sjónvarp og kunni lítil skil á þessum manni með ullarsokk í bandi. Spáið í það ef við hefðum ekki sjónvarp, þá myndum við lítið þekkja til Vina, American Idol, Discovery Channel, Spaugstofunnar og svo videre.

jamm, "tertubotninn" það er rassinn á mér, er farinn að láta vita af sér.

Hilsen

Gilli

Hi from Gilly:

Feeling a little bit better today. Woke up, watched some television, and then I turned my attention to reading some business book which we had last semester. Got kinda inmersed into it, reading about the differences between the computer companies, Apple and Dell. The book was describing about the organizational structure and approach of these companies, and telling how their founders, Steve Jobs, and Michael Dell had different management tactics.

After I while I started watching some sitcom, called Racheal Ray, and after a while it dawned on me that a sitcom like Rachael Ray in comparison with Oprah Winfrey, is like a classical school example about branding and marketing. Also in featuring about input and output of these programs, because while Oprah Winfrey is today a branded trademark, with books, programs and other media related things,  a program like Rachaels Ray has a tough battle to fight a dynasty like Oprahs which is reigning in every houshold in America and globally. I think I can say that not many females dont know who Oprah Winfrey is today. This we can thank the influence of television, if we didnt have television, we wouldnt be much aware of many things ongoing in both news and entertainment, maybe a better choice, or not. Consider if we didnt have internet, we would be writing long and boring letters, that nobody would last to read in the final run. Think about it.

Well gotta quit now, need to take my medication. Maybe thats why I have put these strange thoughts on my blog, who knows?

Hilsen

IMG_3789 From the kitchen party, Adrienn, Martina and Lene.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband