Leita í fréttum mbl.is

Undir hnífinn/The cutting edge

Heil og sæl:

doctor_00132

Vegna sjúkrahússlegu undanfarið mun ég lítið geta sinnt bloggskrifum á næstunni, þar sem umrædd aðgerð hefur séð til þess að erfitt mun reynast fyrir mig að sitja lengi við skriftir. Um er að ræða endurtekningu á aðgerð sem ég fór í fyrir hartnær 4 árum síðan, þar sem ég var algjörlega óvinnufær í mánuð eða svo og gat ekki setið, hvað þá legið á bakinu. Um er að ræða svipaða aðgerð, þó ekki eins stórtæk og sú fyrri, en allavegana þess eðlis að ég get ekki setið lengi við.

Svona til að bæta við þetta þá fékk ég að kynnast danskri heilsugæslu í sinni bestu mynd. Þar sem öll læknisþjónusta er frí og um leið sjúkrahúsvist þá get ég ekki annað en hrósað læknisþjónustunni fyrir þennan stuttan tíma sem ég lá á sjúkrabeðinu. Aldrei þurfti ég að draga upp veskið, jafnvel ekki fyrir aðgerðina, sem á sínum tíma heima á 'Islandi, kostaði mig 18.000 krónur. Hér var ekki spurt að slíku, í staðinn fékk ég að heyra um sigra Dana á 'Islandi, og fagna ég því að við töpuðum, því ég hefði ekki viljað vera skorinn upp stuttu eftir leikinn við dana ef svo hefði farið að við hefðum sigrað. Enda annar hver læknir og hjúkka að minna mig á ósigur okkar. Reyndar var ég drullustressaður að fara í aðgerðina, því að á meðan ég beið eftir að verða innlagður, þá var ég samkvæmt gömlum vana að lesa fríblaðið 24timer, þar sem aðalfyrirsögnin var um hluti sem gleymst höfðu í sjúklingum, og var tínt til hluti eins og járntengur, bút af stígvéli og sitthvað fleira.  Og ekki batnaði það þegar ég loks, komst í aðgerðina, það er önnur saga, eftir einn og hálfan dag í svelti, að þær tjáðu mér, kvenskurðlæknarnir, hjúkkan var karlmaður, að þær ætluðu að klára að skera mig upp áður en leikurinn við Póland yrði spilaður sama dag. 'EG bað þær vinsamlegast um að flýta sér ekki um of og spurði þær reyndar hvað aðgerðin tæki langan tíma. Svona hálftími, sögðu þær, og eftir það tók við óminnið. Allavegana þegar ég vaknaði þá var mér ekið upp á gang og plantað beint fyrir framan sjónvarp þar sem Danir og Pólverjar voru að spila.  Náði ekki að sjá leikinn til enda þar sem ég var hálfsofandi og hálfdópaður eftir aðgerðina, enda fjandans sama um þann leik.

En nú er maður allavegana kominn heim í "kotið" og á næstu dögum verð ég heimavið þar sem ég fæ heimahjúkrun og svo í lok næstu viku fer ég í skoðun, svona til að athuga hvort þær hafi gleymt Rolex úrinu sínu eða flipanum af Carlsberg dósinni sem þær opnuðu á meðan þær skáru mig upp.

Bara smá djók.

Hilsen

Gilli

 

Hi from Gilli

Unfortunately I wont be able to do much blogwriting for the next weeks or so, as I had to be admitted to a hospital. Not to the mental hospital, not yet, maybe later. NO, I had to be admitted because of an old operation which I had 4 years ago, sprang to life, or to say the least, opened up, which led to that I was getting every day less energy, feeling drained, and tired. After I consulted with a doctor I was admitted to the hospital here in Esbjerg, on wednesday. ON thursday  my operation was followed through, after I had been starving for nearly one and a half day, because of some fowl up between doctors, and  when the operation was finished, instead of driving me back to my room in the hospital, they put me in the tv room so I could watch the match between Denmark and Poland. I dont know why, maybe they wanted to show the icelander their power and strength after beating us in the finals. I didnt care much about that game as I was sedated and tired from the operation, so I was just hauled into my room, and for the last four days or so I have been hospitalized. Got home now, and as beforesaid, the next days or so I wont have the ability to write much, because of the nature of the operation. So bear with me.

Your friend

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband