Leita í fréttum mbl.is

Stífla

Undanfarið hef ég setið við skriftir. Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ganga um gólf, ná sér í blöðin, glugga í gegnum þau, fram og tilbaka, loks dæsti maður, stóð upp og settist við tölvuna. Og viti menn, allt í einu losnaði um stífluna og þvílík froða flæddi fram á ritvöllinn. Svona eftirá að hyggja. Nú er maður að velta því fyrir sér að fá sér útgefanda, ég meina ef Gilzenegger getur sest við skriftir á þremur vikum og skrifað handbók fyrir einhverja örfáa hnakka, þá hlýt ég að eiga sens. Að vísu hef ég ekki verið iðinn við kolann, þ.e.a.s að trana mér fram,  ef eitthvað er þá er ´mér meinilla við of mikla athygli, margra, ekkert á móti athygli stelpnanna. En þarf maður virkilega að vera eitthvað númer til að fá eitthvað útgefið eftir sig. Einhvern tíma samdi ég ferðasögu, um ferð mína til Mið-Ameríku og gekk með hana á milli útgefenda. Það tók óratíma að fá svar, sem mér fannst gefa vísbendingu um að menn væru að melta kosti hennar, en svo þegar svarið barst, þá var það hið klassíska svar, því miður. Ekki var tilgreint hvers vegna og hvort séns væri á breyta einhverju í henni. Nei, einfalt því miður. Vinkona mín stóð í svipuðu basli, hún var með fína sögu um interrail ferðalag sem hún fór með vinkonu sinni. Ef satt skal segja þá efast ég um að þessi saga hafi verið enn gefin út. Mér finnst vanta að útgefendur hlúi að þessum þætti, að gefa út fleiri ferðasögur, ég meina við íslendingar erum alltaf að flakka eitthvað í ýmsum erindagjörðum. 'Eg meina hvað eru til margar sögur um hnattreisur eftir íslendinga? Eða einhverjar svaðilfarir, á ókunnar slóðir. Einvhern tíma las ég bók sem hét Falling of the map, þar sem höfundur heimsótti, allavega þá, óþekktar borgir, var semsé á ótroðnum slóðum, þar á meðal til 'Islands, þarsem honum þótti merkilegt að ekki var hægt að horfa á sjónvarp á fimmtudögum, sjónvarpið fór í sumarfrí og bjór var ekki seldur á 'Islandi, þá. Það hefur margt breyst síðan. 

Bless í bili

Gilli Gottskálk (a.k.a 1000kallinn)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband