8.5.2006 | 17:11
Brot af því besta
Jæja, maður rétt nær að setjast við tölu og losa nokkrar hugsanir frá sér. Þvílíkur darraðardans þessi jól, allir þessir nýríkir 'Islendingar eru að springa úr velmegun og versla eins og þeir eigi lífið að leysa. Það er flott í dag að vera ríkur, aka um á silfurlituðum Porche Cayenne og shop til you drop. 'A meðan svelta einstæðingar, aðrir einstaklingar svipta sig lífi af skömm yfir því að geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir eða átt glaðan dag. Sveiattan þessu þjóðfélagi sem er farið að setja verðgildi ofar manngildi. Svei þessum hæstráðendum þjóðfélagsins sem horfa yfir landið úr fílabeinsturni sínum og skilja ekki hví þegnar landsins kvarta og veina stöðugt, á þessum líka fínu launum, sem er búið að hnoða úr hnefa af mikilli "gjafmildi". Svei
þessum siðblindu mönnum sem aldrei hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn, eða strita í svita síns andlits, og munu aldrei njóta uppskeru erfiðins. Svei þeim og öllum þeim sem traðka á vinnandi fólki, eldra fólki og öryrkjum, svei þeim og megi þeir einn dag upplifa þá skömm og svívirðu sem þeir hafa fært yfir þjóðina.
Og þá kannski munu þeir meta það að hafa lagt sitt af mörkum með vinnu en ekki talnaleik og rányrkju.
Til ykkar sem enn þrauka, baráttan er rétt hafin, ekki láta deigan síga, rísum upp og látum í okkur heyra svo eftir verði tekið.
1000kallinn
Sæl verið þið:
Long time no write, only to bite. Smá svona fimm aura, það er nú að koma helgi. Jæja, maður er allur að koma til í handleggnum, kannski maður nái að skrifa eina 100 bls skáldsögu, af örgerðinni, eða ölgerðinni, fer eftir hvað er í glasinu. Það er greinilegt að ég verð að skipta um vinna ef ég á ekki að gersamlega rústa handleggnum, bakinu og fótleggjum. Líkamleg erfiðisvinna undanfarin ár hefur sett sitt mark á "gamla brýnið", ´nú verður bara að finna sér nýtt jobb, þar sem er lítið um erfiði, en þess betra kaup. Kannski maður gerist "slöngutemjari" eða "bensíntittur". Þó hefur mig alltaf langað að gera hið óvenjulega, þe. að læra köfun, gerast hákarlaveiðari, eða flakka um heiminn á low budget, og reyna að vinna fyrir mér með greinaskrifum. 'Eg er nefnilega mjög lélegur 9-5 karakter, er reyndar búinn að prufa ýmislegt til sjós og lands. Maður verður bara að hugsa Plan A og hafa Plan B með í pakkanum.
En annars, mér varð hugsað til þess þegar ég var að versla áðan Í Bónus, þá sá ég í hilluna einhverja heilsurétti með Sölva Fannarri Viðarsyni, og svo er Jói Fel með einhverja rétti. En veit einhver hvað varð um Gauja litla, nógu var hann áberandi hérna áður þó "grannvaxinn" væri, hvar er Gauji litli núna og heilsuréttirnir hans? Upp í hugann kemur, að þegar svona celeb fara að selja okkur hugmyndir sína um matinn sinn, ilminn sinn og fötin sín, þá verður manni hugsað hvernig það yrði ef allt þetta celeb færi nú að vera með sína eigin línu í Bónus. Hugsið ykkur, 'astaraldin Bubba, Guðna 'Ag pylsur og mjólk, Birgittta Haukdal lambakjöt, hey hvað varð um dúkkuna með henni, hvernig ætli að hún hafi selst. Hugsið ykkur floppið í kringum það. Þetta yrði alger hryllingur, þegar celebin færu að troða þessum "línum" sínum ofan í okkur, við munum ekkert breytast í nein celeb, við verðum áfram Jón og Sigga eða Nína og Geiri. Sem betur fer, mér líður ágætlega sem 1000kalli, sjáið til dæmis Jón Sig, það er idol stjarna, hann er "frændi" minn, hann er nefnilega 500kallinn. Jæja, keypti mér disk með dávaldinum Sailesh, ætla að liggja í honum um helgina, enda 4 tíma fjör þar á ferð. Eigið góða helgi.
Bless
Sæl verið þið.
Þá er hringekjan byrjuð að snúast. Hún byrjaði hægt og lævíslega, með ýmsu tilvísunum, auglýsing á strætó, og svo auglýsingar um jólahlaðborð í október, og svo viti menn, hún er komin af stað. Þessi eilífa hringekja, jólahringekjan, sem verður með hverju árinu stærri og meira ógnvekjandi. Hávaðinn er slíkur, að boðskapur jólanna týnist í endalausum snúningi hringekjunnar, þar sem öllu ægir saman, auglýsingum leiknum og sungnum, jóla hitt og jóla þetta. Og við mannverurnar náum ekki spyrna við fótum, allt er byrjað að hringsnúast fyrir okkur, það þarf að parketleggja, það þarf að flísaleggja, það þarf að fara búð úr búð að versla inn, það þarf yfirlegu og miklar pælingar um hvar eigi að versla jólin inn, þau eru nefnilega á svo mörgum stöðum, í búðum, kringlum,útvarpinu, sjónvarpinu, í umferðinni, í stressinu, allst staðar nema í huganum. Allir markaðsfræðingar kappkosta að ná athygli okkar, með öllum sínum útpældum leiðum til þess að telja okkur trú um að jólin verði ekki betri, flottari og meiriháttar nema að við hlaupum útum allt eins og útspýtt hundskinn, að eltast við hringekjuna, sem senn fer á ógnarhraða og ælir síðan mannfólkinu eftir áramót. Og eftir áramót tekur við önnur hringekja, eða réttara sagt Lord of Payments, í bankana að redda raðgreiðslum, léttgreiðslum, yfirdrætti, frádrætti og afslætti. Svona heldur hringekjan áfram, á meðan við huggum okkur við það að við ætlum sko að slappa af í sumar, þegar við förum í frí eftir að hafa klárað síðasta Vísareikninginn. Við eigum það sko skilið, ekki satt
Jæja kæru vinir. Kveðjur til þeirra sem saknað hafa bloggsins frá mér. Fyrir tæpri viku síðan var ég kominn með svo brjálæðislegan texta í huga minn varðandi lífeyrissparnað eldri borgara og yfirleitt lífskjörin í þessu landi. Textinn var alveg eldheitur, en viti menn, þá ásótti mig veikindi og er ég fyrst núna að verða góður af þeim. Þannig að allur eldur er rokinn úr æðum mér og heila. En á meðan ég lá í veikindum mínum þá sökkti ég mér í einn allsherjar bókalestur, um tölvur, íslam, mannkynssöguna og ómerkilega hluti. Kveið því að ekkert yrði eftir fyrir jólabækurnar en það er nóg eftir. Inn á milli hef ég verið í sjúkranuddi hjá alveg frábærum nuddara, hún Kirsten frá Danmörku, flutt á Skerið, og finnst alveg nóg um jólastressið á 'Islendingum. Hún fær örugglega alveg nóg að gera eftir áramót þegar fólk hrynur niður unnvörpum eftir jólastressið og átið. En ég er smátt og smátt að breyta mínum lífsstíl, drekk grænt te á kvöldin og vatn með matnum. Og svo hálftíma göngur á hverju kvöldi. Og nú fer að verða gaman að horfa á allar jólaskreytingarnar í gluggunum í göngutúrnum.
Jæja, má ekki við meiru í bili, handleggurinn er ennþá aumur.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.