Leita í fréttum mbl.is

Kaninn jórtrar danskt

Hilsen:

Páll 'Oskar

 Hefur einhver lagt á sig að reyna að finna út hvert óþekk(t)a módelið var, sem myndað var í Tunglinu?

Svona til þess að auka á spennuna, þá birtist svarið neðst í botni þessa bloggs.

Nú jæja. Maður getur stundum verið léttgeggjaður og um daginn skaut þeirri hugsun upp í huga minn að ákveðin tískubygja varðandi smáhunda, eða "töskuhundarnir" sé ákveðinn angi af móðurlegri þrá. Einnig er þessi tilhneiging til að kona velji sér smáhunda og mennirnir stærri hunda ákveðin afmörkun á hugsanagangi. Reyndar hef ég séð margt gamalmennið hér á götum úti með tvo smáhunda í bandi, þannig að þetta virðist skarast eftir kynslóðum. En nú kemur að pælingunni varðandi þetta.

Manni finnst að þessi tíska með að ganga með einhverja smáhunda í tösku sé eiginlega undirbúningur fyrir ungar stelpur seinna meir til að eignast barn og skynja það hvernig er að hugsa um annan einstakling en sjálfan sig. Þó að þetta teljist tískufyrirbæri að fara með kvikindið hvert sem er á mannamót, út að versla eða á næturlífið, þá er þetta dulin tilfinning fyrir því að sýna ábyrgð seinna meir í lífinu. Að vís finnst maður þetta farið að ganga út í öfgar þegar hundurinn er betur klæddur en eigandinn. Þó á sér ákveðin skörun einnig  varðandi eldri konur sem ganga um með gjammandi smáhunda sem vita ekkert skemmtilegra en að sýna í sér tennurnar bara til að sýna hver hefur höglin og taglirnar þegar kemur að valdinu. Oftast nær eru þessi dýr svo taugaveikluð fyrir að það liggur við að það borgi sig frekar að eiga páfagauk, hann getur allavega svarað í talhólfið  á meðan maður er í baði. Hvað varðar eldri konur með smáhunda í tösku þá held ég að það sé þrá eftir að annast ungabarn á nýjan leik. Þó er það betri kostur að ganga um með hund í rándýrri tískutösku, en að ýta á sér undan barnavagni og vera fyrirferð í almennri umferð. Þar að auki þarf ekkert að hugsa um bleyjuskipti, aðeins að venja hundinn við og þá er málið í höfn.

Svo er annar flötur á þessu, að þegar karlmenn eru að passa töskuhundana, að  þeir eru ávísun á að slá upp kynnum við einhverjar dömur, enda falla þær í flesta stafi yfir "krúttinu" sem þú ert með á gangi á göngustígum borgarinnar. Hef reynslu af þessu, þegar ég var beðinn að hugsa um einn slíkan fyrir tveimur árum, nánar tiltekið 17. júní 2004. Hundkvikindið vakti ekki smá athygli og hver daman á fætur annarri var nánast óstöðug í gangi þegar hún mætti mér með "krúttið".

Og svona í lokin. Karlmenn og stórir hundar. Það er óþarfi að eyða miklum orðum í þetta, þetta er svipað og goðsögnin um stóra jeppa og litla kalla með..................undir sér. Eflaust er þetta hluti af valdastrúktúr mannsins að sýna vald sitt með stórum hundi, því að töskuhundarnir verða alveg stjörnuvitlausir þegar þeir rekast á einn slíkan.

En þetta er nú bara pæling, ekkert vísindalega sannað, að eins hugsanagangur hversdagsins.

Nú þá kemur að fyrirsögninni. Var að lesa um daginn að danskt framleiðslufyrirtæki í Velje, Fertin að nafni hefði hlotið þann mikla heiður að framleiða allt að 32 milljónir pakka af tyggigúmmí, fyrir andviðir 50 milljónir danskra króna. Kaupandinn að þessarri framleiðslu er enginn annar en bandarríski herinn sem ætlar að dreifa þessu meðal bandarrískra hermanna  í 'Irak og Afghanistan á næstu mánuðum. Eflaust hvarflar að mönnum að áður en kaninn byrjar að misþyrma eða murka lífið úr einhverjum meintum hryðjuverkamönnum að þeir stingi einni plötu af Wrigleys upp í sig, áður en blóðbaðið hefst, enda arfleifð frá tímum kúrekanna sem drápu mann og annan jórtrandi tyggigúmmí,  á meðan þeir drituðu niður liðið með sexhleypunni. Nei, kannski aðeins fjarri þessum raunveruleika þó ekki sé það skjalfest. Nei tilgangur þess er sá að hermenn hafa meira en nóg að gera við að hugsa um stríðstól og stríð, án þess að þeir þurfi að stoppa og tannbursta sig áður en lagt er af stað í orrustu. Það er örugglega ekki gott að vera drepinn með andremmu, nógu illa lyktar maður seinna meir. Þannig að tilgangur tyggjósins er semsé að hreinsa munninn af  bakteríum sem eyða upp tönnum og um leið að hindar tannholdsbólgu. Bandarríski herinn rekur reyndar sjálfu sín eigin rannsóknastofu í þessum efnum og hefur þróað efnið sem danska fyrirækið mun síðan setja í framleiðslu sína. Og að sjálfsögðu eru hermennirnir tilraunadýr í þessu samhengi, og telja menn innan hersins að ef vel gangi, að innanvið 7 eða 8 ár muni þetta tyggjó koma á almennan markað.

Þar að auki hefur dansak fyrirtækið Fertin þróað mótefni gegn syksursýki og ofnæmi og mun það að líkindum verða sett í tyggigúmmíið. Aðal framleiðsla Fertin hefur verið framleiðsla á nikótíntyggjói og eitt er víst að ef þessi framleiðsla stenst allar kröfur þá eru þeir komnir á græna grein. Verður spennandi að sjá hvernig tekst til

Þó kom upp sú hugsun við lestur þessarrar greinar. Væri ekki sniðugt fyrir þetta fyrirtæki að selja framleiðslu sína einnig í Arabalöndum þar sem danir eru ekki hátt skrifaðir vegna Múhameðsteikninganna, þannig að heittrúaðir þar niður frá geta þá tuggið af miklum ákafa þetta dansk/bandarríska tyggjó og síðan spýtt því útúr sér þegar þeim er misboðið. Það myndi allavegana vera minna um uppþot að mínu mati.

Jamm. Jæja. Nú svarið varðandi þetta óþekk(t)a módel er  að hér er sjálfur Páll 'Oskar að sýna fötin hans Alonso með "stæl" í Tunglinu forðum daga.

Að lokum kemur mynd af einu óþekk(t)u módeli. Myndin er tekin í Slippnum við Mýrargötu og var svona tilraun til að selja myndaseríuna í Samúel sem var helsta karlablaðið á sínum tíma. Man ekki hvort ÞJM hafi keypt myndirnar, minnir eiginlega að honumhafi ekki litist á gæsahúðina á vissum stöðum. Menn verða að dæma sjálfir.

Hilsen.

Untitled-Scanned-07


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband