22.1.2007 | 19:21
Dómsdagur
Hilsen:
Er hann með öllum mjalla? Hefur vinnuálagið við brúðumyndina endanlega rænt hann öllu viti?
Von að menn spyrji. En enn á ný enn ein af þessum sláandi fyrirsögnum, frá höfundi þessarrar bloggsíðu. Loksins hefur gefist tækifæri til að líta í blöðin, þó um tíma leit út fyrir að bæði tölva og nettenging væri farin fjandans til. Nettenging lá reyndar niðri þar sem hið frábæra A+Arrownet átti við einhverja tæknilega örðugleika að stríða. Síðast tók það c.a 5 daga að hysja netið upp fyrir örvæntingarfulla nemendur sem næstum voru búnir að tapa vitglórunni og almennum sans fyrir lífsins gæðum og tilgangi þegar þeir gátu ekki lengur talist meðal manna í netsamfélagi alheimsins.
Nú brá svo við að vandinn var leystur strax. Enda færri stúdentar á garði núna en fyrir áramót, enda er þetta eins og tíu litlir índíánar núna, einn á dag fer vegna þess að viðkomandi hefur klárað kúrsinn. Einn af betri vinum mínum, sem kom mér í hlutverk glæpons í ósýndri mynd fékk þau skilaboð frá skólanum þess efnis að hann væri eini nemandinn í áfanganum eftir áramót, þannig að sá bekkur var lagður niður og Sebastian vinur minn er þessa dagana að pakka niður til að flytjast aftur tilbaka ti Þýskalands, í wienerbröd og franfurtara og 6 tíma akstur frá miðborg Munchen til að komast í óspillta náttúru. Enda finnst honum það synd og skömm, búinn að kynnast þýskri fraulein hér, og þarf nú að flytjast tilbaka, frauleinin eftir í Danmörku og hann fjarri henni næsta hálfa árið á meðan hún klárar áfangann.
Jamm. En ég er kominn af leið. Ætlaði að fjalla um dómsdagsræðu eina sem haldin var í kirkju einni í Danmörku.
En smá forsaga á undan. 22.október 1844 sátu yfir ein milljón ameríkanar á húsþökum víða um Ameríku og biðu dómsdags. Margir gleymdu að yrkja akra sína yfir þessum tíðindum og þegar ljóst varð að ekki yrði dómsdagur þann dag tók við hungursneyð. Vottar Jehóva hafa ekki síðan 1975 predikað dómsdag, en að mati safnaðarmeðlima getur það gerst hvenær sem er. Síðustu spár varðandi dómsdag voru bundnar við árið 2000, en eins og menn vita erum við ennþá á lífi, þannig að eitthvað hafa þaær spár brugðið til beggja vona. Margir meðlimir Satanshreyfinga horfðu til dagatalsins, afmælisdagsins hans Bubba, 06.06.06, en ónei enn erum við á lífi.
Næstu spár varðandi dómsdag eru miðaðar við 21.desember 2012, þegar sólin og fylgihnettir hennar munu brenna upp.
Geðslegt ekki satt? Eins gott að ég verði búinn að ljúka náminu fyrir þann tíma. Til sögunnar er kvaddur biskup einn, frá sókninni Lolland Falster, Steen Skovsgard að nafni sem í sunnudagspredikun sinni fyrir skemmstu lýsti því yfir að hitafarsbreytingarnar sem eiga sér stað um þessar mundir eru merki þess að senn muni líða að dómsdegi. Til marks um orð sín vísar hann í orð Jesús þess efnis þegar hann ræddi við lærisveina um það að á efsta degi muni grípa menn hræðsla og óvissa þegar hafið og jörð byrja að brenna. Yfirlýsing biskups varð til þess að allar símalínur voru eldglóandi hjá honum og hann mátti hafa sig allan við að útskýra fyrir hræddum og ráðvilltum sóknarbörnum sínum að endalok væri ekki fyrir mánaðamót, að því er hann best vissi sjálfur. Hann vísaði til þess að jafnvel Jesús sjálfur hefði ekki getað tímasett endalokin. En nú hafa orð biskups ollið slíkum misskilningi að menn tala um ragnarrök. Biskup sjálfur vill meina að tilgangur orða sinna hafi einfaldlega verið sá að tala um gildi dómsdags þegar Jesús stígur til jarðar og dæmir lifendur og dauða, og í því felist eftirvænting og gleði fyrir syndlausa. En menn spyrja biskup á móti hvort menn eigi þá einfaldlega að horfa framhjá áhrifum koltvísýringmengunar. Það finnst biskupi ótækt og hvetur að menn eigi að lifa í núinu á meðan þeir draga andann, en samt gæta að núinu og um leið að hugsa fram á við.
Sjálfum finnst Skovsgaard með eindæmum sérstakt að gras og blóm skuli spretta. 'I því sambandi hefur verið vísað til þess að Jesús hafi sagt að á síðustu tímum muni jörðin verða fyrir öflugum áhrifum. 'I nýja testamentinu sé talað um að menn muni rísa upp gagnvart hverjum öðrum, lönd munu rísa gegn hvort öðru og mörgum stöðum muni ríkja hungursneyð og jarðskjálftar.
Inna dönsku þjóðkirkjunnar eru nokkrar hreyfingar sem hafa rætt mikið um tilkomu dómsdags og helstar eru hreyfingarnar Innri Hreyfingin og Lútherstrúboðið. sem hafa séð mörg teikn þess að dómsdagur nálgist. Og jafnvel prestar utan þessarra hreyfinga hafa tjáð sig um að breytingarnar sem eigi sér stað í náttúrunni geti ekki talist vera eðlilegar. Einn prestur hefur stigið fram og sett sín sjónarmið í þessu, Stig Christensen sem er sóknarpestur í Sönderborg. Hann vill meina að í ritningum Nýja Testamentisins, megi finna lýsingar á endalokum mannkyns, þar sem segir ein af helstu táknum dómsdags eru breytingar í náttúrunni. Fleiri hafa ekki viljað taka svo sterkt til orða, og frekar viljað milda umræðuna, en eitt er víst, framundan eru breyttir tímar hvað varðar hitastig og veðurfar.
Eftir að hafa lesið þessa dómsdagsræðu þá hvarflar sú hugsun að manni, að kannski hefði maður átt að velja sér skóla í fjallendi, end Danmörk flatt með öllu og miðað við spár þá muni vatnsborð sjávar hækka þetta um c.a sentimeter á ári. Það er þegar farið að sýna sig, miðað við óveðrið sem gekk yfir Þýskaland, Svíþjóð og hluti af Danmörku.
Svona í lokin, á meðan ég man. Var ekki blásið í einhverja herlúðra heima fyrir nokkrum árum með Hjálmar 'Arnason þingmann þess efnið að gera 'Island að fyrstu þjóð veraldar sem styddist við vetni fyrir bíla og skipaflotann. Eflaust svipað og þegar Framsóknarflokkurinn ætlaði að gera Ísland eiturlyfjalaust árið 2000. Vantar ekki kjaftinn á þessum köllum, en lítið um efndir, bara skipt út þegar málin verða óþægileg. Ekki satt?
Hilsen
Hendi inn einni mynd af "óþekku" módeli, landsþekktur sem söngvari og margt annað. Reynið að geta hver þetta er. Myndin var tekin í Tunglinu sáluga, á einni af frægari tískusýningu Alonzo sem var eitthvað heitt nafn um tíma, einfaldlega vegna þess að hann var giftur einni íslenskri.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.