20.1.2007 | 17:47
24/7
Jæja komið þið sæl:
Loksins getur maður litið til sólar, þó reyndar örli ekki á henni eins og er, rok og rigning, og spáin gerir loks ráð fyrir vetrarkulda, þetta 1-5 gráður næstu daga.
Jæja, þetta er búið að vera meiri stresskastið, manni hefur liðið eins og verið væri að klippa mynd fyrir sjálfan Spielberg eða Lucas. Finnst það reyndar merkilegt sjálfum, að maður eins og ég (Jón Gnarr í samnefndri mynd) skyldi á örfáum dögum öðlast slíka eldskírn í tveimur klippiforritum eins og Final Cut HD og Adobe Premium P2 að mig minnir. Segi ekki að ég sé á leiðinni til Hollywood, það er miklu meira á bak við þessi forrit en bara að splæsa saman myndskeið. En reynslan er fyrir hendi, enda munum við á þriðju önn læra einmitt um þessi forrit. Veit ekki hvort ég hef minnst á það, en ég er kominn með aðra löppina innandyra í FamilieKanalen eftir að hafa "rústað" harða diskinum þeirra. Framundan er helgarvinna við klippivinnu.
Það er eins gott að þessu fer að ljúka, enda var komið svo að taugar kvenna og karla voru orðnar ansi spenntar, allavega í mínum hópi. Veit ekki um hina hópana, enda hefur maður verið í hálfgerðri "sóttkví" undanfarnar 3 vikur. Enda var maður orðinn frekar óásjálegur, með blóðhlaupin augu, órakaður, matarlystin takmörkuð, hárið eins og eftir fingrapot í innstungu og maður sjálfur trekktur og stressaður. En nú fer að sjá fyrir endann á þessu. Við tekur annað verkefni, vonandi ekki eins stórt í sniðum og þetta, en allavegana annar vinkill á því. Meir um það seinna.
Langaði að minnast á það að stundum finnst maður grasið grænna hinum megin, og í orðsins fyllstu merkingu er grasið grænna hérna, enn sem komið er, enda hefur þetta verið enginn vetur fram að þessu. En það sem ég á við, að maður heldur að lífið sé alltaf betra annarsstaðar, önnur menning, annað launakerfi, annað viðmót og slíkt. Vissulega hefur margt komið á óvart hérna og er varla pláss í þessum pistli að fjalla of mikið um það. Matarverð er hagstæðara hérna, fyrir eru margar lágvöruverslanir með gnótt af vörum, reyndar var ein íslensk í bekknum að minnast á það að lítið ber á amerískum vörum hérna í mörgum verslunum, frekar danskar vörur í meirihluta, eins og ostar, kjötvörur, og svo þetta smálega eins og sósur og fleira. Nú svo eru ekki mikil umræða um vatnsaflsvirkjanir hérna, umræðan snýst frekar um alla innflytjendurna sem flytjast hingað unnvörpum, margir hverjir koma hingað eftir að hafa verið lofað gulli og grænum skógum, en enda á því að hírast í einhverjum kofum á ökrum eða lóðum 20 eða fleiri saman, og litið niður á þá af Dönum, enda aðeins verkamenn. Svo eru náttúrurlega mörg ofbeldisverk framin hérna, manni finnst meira um það að hér ríkir ákveðið villta vesturs, það er að segja í Kaupmannahöfn, þar sem margir innflytjendur freista þess að ræna eins sakir standa, gullsmiðaverslanir. Fyrir skemmstu freistuðu þrír serbar þess að ræna einn gullsmiðinn á Strikinu, en gullsmiðurinn kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum og tók skammbyssu og skaut tvo þeirra, særði þá báða, en sá þriðji komst undan á flótta. Umræddur gullsmiður hefur á undanförnum 12 árum verið rændur 6 sinnum og var orðinn langþreyttur og ákvað því að hafa skotvopn tiltækt ef menn freistuðu þess að ræna sig frekar. Umræðan eftir á hefur snúist um það hvort réttlætanlegt sé að kaupmenn og aðrir geti sisvona varið hendur sínar með skotvopni, þar sem alltaf er sú hætta fyrir hendi að slíkt geti snúist upp í skotbardaga og saklausir vegfarendur lent í miðri skothríð. En svona er Danaveldi í dag. Nýjsta umræðan er sú að varnarmálaráðherra hefur orðið uppvís að því að hafa logið þess efnis að dönsku hermennirnir sem færðu íraska fanga til yfirheyrslu hjá Bandarríkjamönnum hafi ekki verið með danska fánann á herbúningum sínum, en nú hefur annað komið á daginn, þar sem myndskeið úr umtöluðustu heimildamyndinni um 'Iraksstríðið sýnir það glögglega að einn af umræddum hermönnunum er einmitt með "dannebrog" fánann á vinstri handlegg. Nú er ekkert annað fyrir varnarmálráðherrann en einmitt það að snúa sókn í vörn, vinna fyrir brauðinu sínu og sleppa vel frá þessu með aðstoð spunameistara síns.
Að lokum, hér eru myndir af "óþekk(tu) módelunum mínum, en ástæðan fyrir því að ég kalla þau slíku nafni er sú að nöfnin hafa týnst, eða ég einfaldlega gleymt að skrásetja þau. En hér eru myndir sem teknar voru í sambandi við rokkhátíð sem haldin var á sínum tíma og það vantaði að haf svoldið "lúkk" á plakatinu.
Nú er tími kominn á slottara, og svo einn dökkan Harboe, algert piss, en góður inná milli slottara.
Hilsen.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.