17.1.2007 | 17:45
Einn af þessum dögum
Sæl verið þið:
Kannast ekki allir við daga þegar allt gengur á afturfótunum? 'I dag var einmitt slíkur dagur. Hann byrjaði vel, dreif mig á fætur, hjólaði glaður í bragði niður í FamilieKanal, þar sem ég hef eytt undanfarið dögum saman við að filma og klippa til dúkkumyndina, sem hefur kostað ýmsar umræður um gildi þess í náminu og heitar umræður. En allavega þá gerist það að eftir að hafa klippt saman erfiðustu skeiðin, fundið réttu tónlistina og eina sem eftir var að setja upp grafíkina, að þá gerist það að þegar ég er að flytja fartölvuna yfir á annað borð, að snúrurnar í harða drifinu losna frá og þegar reynt var að starta upp efninu sem var á tölvunni, þá kom bara hljóð eins og í þjófavarnarkerfi. Þetta er náttúrulega slæmt þar sem mestallt efni FamilieKanal var á þessu harðdrifi og þetta er því meiri skaði en þó eitthvað atriði með dúkkunum tapist
En svona er lífið. Svo er maður náttúrulega að berjast við dönsk skattayfirvöld, þar sem ég virðist hafa verið með rangt skattkort í gangi, sem olli því að við síðustu útborgun hirti skatturinn ansi mikið af laununum mínum. Góð byrjun á nýju ári, en maður er nú ýmsu vanur í þeim efnum.
Til að leiðrétta úr síðasta bloggi varðandi að öll verkefni verða ekki notuð, þá var meiningin önnur, en hún er sú að sum koma til greina en önnur er spurning um framhaldið á.
Læt þetta nægja að sinni, þarf að rjúka í Nettó, kaupa eitthvað til að narta í til að dreifa huganum eftir þennan dag, og slaka á og undirbúa mig fyrir morgundaginn, enda lokadagur á föstudaginn.
Öll samúðarskeyti eru afþökkuð eins og er, en frjáls framlög eru vel þegin svo maður geti nú slett úr klaufunum eftir föstudaginn.
Því miður engar myndir af íslenskum módelum, hef einfaldlega ekki haft tíma til þess. Bæti úr því eftir helgi, ásamt smælki um goðið ótrúlega Chuck Norris. Eflaust verður myndað hérna líka sálfræðihorn til að takast á við vandann.
Hilsen
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.