Leita í fréttum mbl.is

Önnum kafinn

Sæl verið þið:project pics 001

Langt um liðið síðan maður reit síðast hugrenningar og þanka hér á blogginu. Enda hefur maður verið hugann alfarið í tengslum við verkefnavinnuna sem lýkur á föstudaginn kemur. Þegar eru farin að sjást þreytumerki á hópnum, menn eru hættir að raka sig, augun eru að verða blóðhlaupin, skapið er farið að segja til sín, og sumir eru allt í einu orðnir yfistressaðir og hafa allt á hornum sér, varðandi allt og alla. Þó verður að segjast að þessi verkefnavinna hefur skilað manni frekar skemmtilegri sýn á svona víðtæka vinnu sem bekkurinn hefur tekið að sér. Þó eru þessir 4 hópar að pukra yfir verkefnum sínum. þó að þetta eigi að heita eitt sameiginlegt verkefni fyrir þessa einu sjónvarpsstöð, þá ríkir jafnmikil leynd yfir þessu eins og hverju öðru hernaðarleyndarmáli. Þó hef ég það eftir góðum heimildum að öll verkefni munu ekki verða notuð, sökum útfærslu eða lélegrar hönnunar. Vona að ákveðnir aðilar lesi þetta ekki og krói mig af í einhverju skúmaskoti skólans.

En, jæja, bara svona til að halda ykkur lesendum mínum, við efnið þá ákvað ég að henda inn sýnishorni af vinnu okkar,  þó menn hafi skiptar skoðanir á brúðugerð í margmiðlunarhönnun, en þá vill svo til að það er ein í hópnum, sem er svo fjölhæf, að hún varð að knýja það í gegn að búa til brúður, þegar áskjósanlegra hefði verið að gera þessar brúður í animation. En svo varð ekki þetta skiptið. 'Eg sýti það ekki, þar sem ég lenti í því skemmtilega verkefni að mynda brúðumyndina, og svo að klippa myndina í Final Cut, sem er eitt það skemmtilegasta klippiprógramm sem ég hef kynnst. Og nú situr maður, rauðeygður, vansvefta, og hamast við að búa til grafíkina fyrir myndina,enda fresturinn óðum að renna út. Hér á þessarri bloggsíðu ætla ég að setja inn mynd af dúkkunum sem hannaðar voru fyrir barnatímann á umræddri sjónvarpsstöð. Læt þess getið að handritsgerð var í höndum umrædds bloggara.

Hilsen 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband